Nýtt íslenskt

Eins og farið hefur fram hjá fáum lesandanum þá er búið að vera ansi hljótt hér á Rjómanum undanfarið. Til að bæta fyrir þögnina og fylla í tómið skelli ég hér fram akfeitri og alíslenskri tónlistarfærslu par excellence. Njótið vel.

Two Step Horror – Strip

Tekið af plötunni Bad Sides & Rejects sem kom út fyrir nokkrum dögum. Platan er gefin út í tilefni ársafmælis frumburðar Two Step Horror, Living Room Music, og var við það tækifæri ákveðið að taka saman lög sem sópað hafði verið undir teppið og gefa út. Frábært framtak það.

M-Band – Misfit

M-band er einstaklingsverkefni Harðar Más Bjarnasonar sem nýverið gaf út afar frambærilega samnefnda sex laga EP plötu.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Vax – Come’on

Nýtt lag frá þessari ágætu hljómsveit sem loksins er farin að láta í sér heyra eftir nokkra mánaða dvala. Hér er kunnugleg og kósý hippastemming alsráðandi í nokkuð grípandi og vel fljótandi lagi.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Gunman & The Holy Ghost – A Way Back From Civilization

Tekið af plötunni Things to regret or forget með Gunman & The Holy Ghost sem er hliðarverkefni Hákons nokkurs Aðalsteinssonar sem margir kannast eflaust við úr sveitum á borð við Hudson Wayne og Singapore Sing. Dimm, drungaleg og eytursvöl músik sem myndi sóma ser vel í hvaða David Lynch mynd sem er.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Þórir Georg – Janúar

Góðvinur Rjómans hann Þórir Georg sendi frá sér plötuna Janúar í janúar. Eðal lo-fi post-punk með trommuheila, suði og surgi. Eintóm hamingja.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.