Ættu að kíkja á Airwaves: #1 The Lumineers

Fegurðin við að búa í stórborg eins og Chicago er að hér spila nánast allir. Ef einhverjir eru að reyna að meika það í Ameríku er alveg ljóst að þeir munu koma við. Vandinn er þó að framboðið er svo svakalega mikið að maður þarf að fylgjast vel með. Lítil bönd spila eðli málsins samkvæmt oft á litlum stöðum og því þarf maður að vera fljótur til ef maður ætlar að ná að sjá svoleiðis listamenn ef það er eitthvað “buzz” í gangi. Ég ætla að rembast við að benda á sniðug bönd sem eiga hér leið um og hvetja Airwaves aðstandendur eða aðra tónleikahaldara að grípa þessar gullgæsir og lesendur Rjómans til að tékka á þessari músík.

Eitt svona “buzzband” er The Lumineers frá Colorado. Þeir spiluðu í næsta nágrenni við mig um daginn og það seldist upp á korteri. Ég náði ekki í miða og gældi við að kaupa miða þreföldu verði á eftirmarkaði en lét ekki verða af því. Svo skemmtilega vildi til að útvarpsstöð ein bauð upp á “fyrstir koma fyrstir fá” tónleika á undan hinum tónleikunum. Ég mætti með vini mínum rúmum hálftíma áður en húsið opnaði og náði í miða sem var bara hið besta mál.

Þetta band er að mínum dómi alveg týpiskt Airwaves band og því sendi ég aðstandendum góðlátlega ábendingu um að grípa þá áður en þeir verða of stórir. Það er alla vega alveg ljóst að það er mikið buzz í kringum kappanna hér í Ameríku. Ég spjallaði aðeins við söngvarann eftir tónleikana og sagði þeim að það væri snilldin ein að koma við og spila á Íslandi á leiðinni yfir hafið á tónleikaferð í Evrópu. Honum fannst það alveg frábær hugmynd.

The Lumineers er vinalegt indípoppband sem skartar m.a. selló og er því með örlitlar “folk rætur”. Svo skemmtilega vill til að Of Monsters & Men koma upp sem fyrsta band yfir “similar artists” á Last.Fm sem kemur svosem ekki á óvart enda bæði böndin í “Hó Hey bransanum”. Aðalhittari The Lumineers ber einmitt heitið “Ho Hey” og er bara hið hressasta

The Lumineers – Ho Hey (Official Video)

Það eru margir músíkbloggarar alveg að missa sig yfir þessu og þetta fannst mér alveg frábært dæmi. Þessum finnst þetta frekar fínt stöff.

“Occasionally an album will come around and blow me away. Make my bones ache because it is so good. I can feel it in my heart, my pulse speeds up and my body starts moving. I can’t stop it.” – Sjá nánar hér

Niðurstaða mín er semsagt alveg skýr. The Lumineers er hið hressasta band og stórskemmtilegt á tónleikum. Krakkarnir eru voðalega auðmjúkir og fínir og myndu sóma sér vel á Airwaves. Airwaves – yfir til þín.

The Lumineers – Full Performance (Live on KEXP)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.