Erlent tónaflóð

Þá er komið að því að fjalla aðeins um erlenda tónlist sem Rjómanum hefur borist undanfarið. Þetta er nú mikið til tónlist sem, þrátt fyrir að vera afar áheyrileg, nær sjaldnast að fljóta upp á yfirborðið og því um að gera að gef’enni gaum. Hver veit nema einhver af þessum ágætu listamönnum nái almennri hylli? Aldrei að vita. Þið heyrðuð þá allavega fyrst hér á Rjómanum.

Wintersleep – Nothing Is Anything (Without You)
Sennilega besta lagið af þeim sem fá að hljóma í þessari færslu að mínu mati. Lagið verður að finna á væntanlegri plötu sveitarinnar Hello Mum sem kemur út þann 12. júní næstkomandi.

Lux – The Window
Seattle band sem hljómar, eins og einn gagnrýnandinn orðaði það, “…eins og My Bloody Valentine að ráðast á The Ravonettes með eldgömlum synthesizer“. Nokkuð viðeigandi finnst mér.

Emil & Friends – Polish Girl (Neon Indian Cover)
Enn meira synth-eitthvað og í þetta skiptið frá Brooklyn. Alls ekki verra en það sem hljómar hér að ofan.

Tango In The Attic – Mona Lisa Overdrive
Viðkunnanlegt og örlítið fössí indie rokk frá Skotlandi. Alltaf hægt að treysta á að skoskurinn skili af sér einhverju bitastæðu á hverju ári.

Sick Figures – No Comfort
Forvitnilegt dúó hér á ferð sem flytur einhvað sem þeir kalla “saloonrock” en það mun vera bræðingur af pönki, kabarett tónlist, þjóðlagatónlist og blús. Sannarlega eitthvað til að kanna nánar.

Matthew de Zoete – The Good Life
Mjúkt, hlýlegt og kósí popplag sem festist nokkuð áreynslulaust í toppstykkinu og ómar þar í nokkurn tíma að hlustun lokinni. Það er nú ekki hægt að byðja um mikið meira af góðu popplagi nú til dags.

The Secret Love Parade – Mary Looking Ready
Enda þetta á þessari fínu plötu frá Hollensku chillwave sveitinni The Secret Love Parade. Fullt af grípandi lögum umvöfnum í 80’s fortíðarljóma, hljóðgerflum og töff gítarriffum á köflum. Plata sem vinnur á með hverri hlustun.

One response to “Erlent tónaflóð”

  1. Thanks for posting “No Comfort” by Sick Figures!

    take care,

    Stickfigure Recordings

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.