• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Reykjavík Live Festival

  • Birt: 14/05/2012
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Reykjavík Live hátíðin verður haldin á Gamla Gauknum, Glaumbar, Prikinu & Frú Berglaugu. Lifandi og fjölbreytt dagskrá öll kvöld ásamt sérstökum tilboðum og fríðindum.

Reykjavík Live er vegleg tónlistarhátíð með það markmið að fagna sumrinu með frábærum tónlistaratriðum og gefa gestum tækifæri á að upplifa nýja og ferska strauma í bland við nokkra af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Yfir 50 innlend og erlend atriði munu stíga á stokk.

Fram koma meðal annars: Valdimar, Ensími, Retro Stefson, Brain Police, Dj Margeir, Bloodgroup, Ojba Rasta, Legend, Kimono, Forgotten Lores, Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur, Reykjavík!, Berndsen, Þórunn Antónía, Gísli Pálmi, Vintage Caravan, Endless Dark og Agent Fresco.

JACK LIVE ARMBAND TRYGGIR ÞÉR AÐGANG AÐ FRÍÐINDUM ALLA HÁTÍÐINA

25% afsláttur af matseðlum Priksins, Frú Berglaugu & Rokkinn hamborgaratrukks.
• 50% afsláttur af sérstökum Reykjavík Live matseðli á Prikinu & Frú Berglaugu
• Grolsch stór 650kr
• Grolsch lítill 450kr
• Oak í kók 700kr
• Bíómyndin Svartur á leik sýnd
• Happy Hour á hverjum degi.

Miðaverð er stillt í hóf en armbandið veitir aðgang að öllum viðburðum og sérkjörum á mat og drykk ásamt fríðindum og kostar einungis 4990 kr í forsölu á Miði.is.

Hægt er að greiða sig inn á stök kvöld svo lengi sem húsrúm leyfir

20 ára aldurstakmark er á Jack Live Festival

Leave a Reply