Nýtt frá Nico Muhly

Mánudaginn 21. maí kemur út glænýtt verk eftir Nico MuhlyDrones & Piano.

Það er þó fáanlegt í sérstakri forsölu hjá Bedroom Community og geta áhugasamir nálgast það hér.

Drones & Piano er fyrsta smáskífan af þremur undir heitinu Drones eftir Nico Muhly og jafnframt fyrsta útgáfa hans hjá Bedroom Community síðan I Drink The Air Before Me kom út árið 2010.

Smáskífan inniheldur fimm lög og var tekin upp af Paul Evans í Gróðurhúsinu, hljóðveri Valgeirs Sigurðssonar, sem sá um hljóðblöndun og hljóðjöfnun. Um flutning Drones & Piano sér hinn virti píanóleikari Bruce Brubaker, auk þess sem Nadia Sirota leikur á víólu og Nico sér um auka hljóðdrunur.

Hér má hlýða á eitt af lögum Drones & Piano:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.