Erlent á Airwaves 2012 : Daughter og Django Django

Það ætti ekki að hafa fraið fram hjá neinum að undirbúningur fyrir næstu Airwaves hátíð er fyrir löngu hafinn og þegar búið að tilkynna fyrstu staðfestu atriðin. Allir vita eflaust að Sigur Rós mun vera aðal númerið á hátíðinni og þá mögnuðu sveit þarf nú varla að kynna fyrir neinum. Hinsvegar er búið, eins og áður sagði, að bóka nokkur glæsileg bönd erlendis frá sem fæstir kunna einhver deili á og því ekki úr vegi að heyra og sjá hvað þau hafa upp á að bjóða.

Daughter (UK)
Frá Lundúnarborg kemur Elena Tonra sem gengur undir listamannsnafninu Daughter. Flytur hún ásækna og örlítið tilraunakennda folk-tónlist með ambient post-rokk hljómhjúp einhverskonar. Meðfylgjandi er frumburður Daughter, EP platan His Young Heart.

Django Django (UK)
Líkt og Daughter kemur kvartettinn Django Django frá höfuðstað englands en meðlimir sveitarinnar kynntust í listaskóla í Edinborg fyrir um fjórum árum. Sveitin flytur sækadelískt indie-rokk sem skreytt er með tilvísunum í fjöldan allan af ólíkum tónlistarstefnum. Meðfylgjandi er nýútkomin 7″ frá sveitinni sem nefnist Storm.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.