Tiny gefur út nýtt lag

Lagið “1000 Eyes” fyrsta lagið af væntanlegri sólóplötu rapparans “TINY”, en hann ætti að vera tónlistaráhugafólki að góðu kunnur fyrir störf sín með hljómsveitinni Quarashi sem var um árabil alvinsælasta hljómsveit Íslands. Það er þó fátt sem minnir á Quarashi í “1000 Eyes” þó fyrrverandi meðlimir sveitarinnar, þeir Sölvi Blöndal og “TINY”, leiði þar saman hesta sína að ógleymdri söngkonunni Þórunni Antoníu.

Lagið “1000 eyes” er einnig það fyrsta sem kemur úr smiðju Sölva Blöndal í langan tíma en von er á meira efni frá honum undir vinnuheitinu Halleluwah þar sem fjölmargir innlendir sem erlendir listamenn koma við sögu. Fyrsta lagið er á lokastigi vinnslu og mun heyrast á allra næstu vikum.

TINY – 1000 Eyes feat. Þórunn Antonía

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.