• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Minningartónleikar um Kristján Eldjárn gítarleikara

Fimmtudaginn 7. júní nk. heldur Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns gítarleikara tónleika í Háskólabíói til að minnast þess að tíu ár eru liðin síðan Kristján lést og eins þess að í sumar hefði hann orðið fertugur.

Fjöldi flytjenda kemur þar fram, meðal annars Bubbi Morthens, Páll Óskar, Ham, Víkingur Heiðar, Ragnhildur Gísladóttir, Jack Magnet, Sykur, Kristjana Arngrímsdóttir, Guðmundur Pétursson, Jóel Pálsson, Einar Scheving, Ari Eldjárn og Eva María Jónsdóttir.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og rennur allur ágóði af tónleikunum í minningarsjóðinn.

Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns gítarleikara var stofnaður 2002 af fjölskyldu Kristjáns, vinum og samstarfsmönnum. Sjóðurinn veitir framúrskarandi tónlistarmönnum viðurkenningar. Sjá nánar: http://eldjarn.net

Miðar fást á midi.is

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply