Pop Kings – The Master Pop

Ching Ching Bling Bling gengið hefur partíað mikið í gegnum árin með Pop Kings plötuna hans Dr. Gunna á fóninum, sem útgáfan hans Erðanúmúsik gaf út árið 2000. Þetta meistaraverk var gefið út í takmörkuðu upplagi á sínum tíma í 100 tölusettum eintökum en hefur einnig verið fáanlegt frítt til niðurhals á síðu Dr. Gunna. CCBB fannst tími til kominn að hróður plötunnar bærist víðar og fékk leyfi til að dreifa henni stafrænt til fólks áfram. Hún er nú þegar í boði sem ókeypis niðurhal á heimasíðu Ching Ching Bling Bling og verið er að kanna hversu opnar stóru erlendu netbúðirnar eru fyrir að bjóða upp á plötur frítt í ótakmarkaðan tíma en það er eindregin ósk Dr. Gunna. Eins og segir Orðskviðunum: Synja eigi góðs þeim, er þarfnast þess, ef það er á þínu valdi að gjöra það.

Dr. Gunni samdi plötuna og tók upp árið 2000 eins og áður sagði en plötuumslagið teiknaði hann sem ungur drengur árið 1975. Hann gerði sér það oft að leik að hanna plötuumslög fyrir ímyndaðar hljómsveitir og var meira að segja með ímyndað plötufyrirtæki. Það hét Holy Records og “gaf út” einar 50 plötur/umslög. Þau umslög eru því miður týnd en The Master Pop með Pop Kings varðveittist. Þegar þetta löngu gleymda umslag kom aftur upp á yfirborðið 25 árum seinna gerði Dr. Gunni sér lítið fyrir, lét drauminn verða að veruleika og samdi lög við plötutitlana. Meðlimir Pop Kings voru og eru þeir kumpánar Tony Bee, Wiljams’ Kidd, Ringo Far og Billy Tover.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.