Edward Sharpe and The Magnetic Zeros – Here

Eitt það áhugaverðasta sem borist hefur mér til eyrna nýverið erlendis frá er nýja platan frá nýaldarhippagenginu í sveitinni Edward Sharpe and The Magnetic Zeros. Á henni hefur þessum hárfagra og skeggjaða hóp tekist á einstakan hátt að hræra saman hinum ýmsu stefnum og straumum í afar bragðmikla tónasúpu sem, eins og allar góðar súpur, bragðast ávallt betur þegar hún er hituð upp daginn eftir (myndlíkingin er kannski orðin frekar óljós en ég held flestir viti hvað ég meina).

Platan mun koma formlega út núna eftir helgi en hana má þó heyra í heild sinni hér að neðan í boði NPR.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.