Tónleikahald helgarinnar

Það er nóg um að vera fyrir tónlistarunnendur um hvítasunnuhelgina og var Rjóminn beðinn um að koma upplýsingum um eftirfarandi tónleikahald á framfæri:

UN Women styrktartónleikar gogoyoko
gogoyoko heldur UN Women styrktartónleikar á Gauknum í kvöld föstudagskvöldið 25. maí. Fram koma Mammút, Tilbury, Snorri Helgason, Elín Ey, Muck og Christopher Wyatt-Scott sem öll gefa vinnu sína þetta kvöld til stuðnings UN Women. Tónleikarnir hefjast kl 22:00 og það kostar litlar 1000 kr inn.

Útidúr á Faktorý
Hljómsveitin Útidúr heldur tónleika á skemmtistaðnum Faktorý á sunnudaginn 27.maí ásamt hljómsveitunum Úlfur Úlfur, Boogie Trouble og Enkidú.Útidúr halda í mánaðartónleikaferðalag til Kanada 28.maí þannig þetta verða síðustu tónleikar hjá sveitinni á landinu í bráð. Tónleikar hefjast kl 22:30 og kostar 1000 kr inn.

Reykjavík Music Mess
Svo stendur Reykjavík Music Mess yfir alla helgina en alls koma 18 hljómsveitir fram á hátíðinni sem fer fram á Nasa, Kex Hosteli og Faktorý. Meðal þeirra eru hljómsveitir á borð við Reykjavík!, Benni Hemm Hemm, Legend, danska hljómsveitin My Bubba & Mi, hinn enski Nile Marr, finnski rafdúettinn Jarse, Futuregrapher, Snorri Helgason, hin enska Laura J. Martin, Úlfur, The Dandelion Seeds og fleiri. Dagskrá og allar upplýsingar um þá sem koma fram er að finna á heimasíðu hátíðarinnar, www.reykjavikmusicmess.com.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.