• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Rauðasandur Festival 6 – 8. júlí

  • Birt: 27/05/2012
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Rauðasandur Festival er lítil tónlistarhátíð í náttúruperlunni Rauðasandi á Vestfjörðum. Á hátíðinni verður áherslu lögð á kántrý, blús, fólk og aðra órafmagnaða tónlist. Gestir eru á tjaldsvæði og tónleikarnir eru í gamalli hlöðu á bænum Melanesi.

Meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni eru Lay Low, Prinspóló, Snorri Helga, Myrra Rós, Low Roar og Lovely Lion.

Það er margt fleira að gerast en tónleikarnir t.d. brenna, yoga á sandinum, sandkastalakeppni, göngu- og bátsferðir (selirnir liggja þarna í hrúgum) og allskonar leikir og fjör.

Ætlunin er að þetta sé litla hátíðin þar sem fólk getur skemmt sér í rólegheitunum í stórkostlegri náttúru.

Miðasala er á Miði.is og lækið er á Facebook

Leave a Reply