• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Fyrstu þungarokkslögin

Ákvað að endurbirta gamla færslu vegna umræðu sem kom upp á milli nokkurra tónlistarspekúlanta varðandi gamalt þungarokk.

Ég rakst fyrir tilviljun á tæplega 3 ára gamlan umræðuþráð á Netinu þar sem heitar umræður höfðu myndast um hvað væri almennt talið fyrstu eiginlegu þungarokkslögin. Eins og gefur að skilja voru ekki allir sammála. Margir nefndu “Helter Skelter” með Bítlunum sem fyrsta þungarokkslagið á meðan aðrir töldu “Born To Be Wild” með Steppenwolf vera það fyrsta. Eftir að einn gestur spjallrásarinnar hafði hinsvegar komið því á framfæri að útgáfa Blue Cheer á “Summertime Blues” væri, tímalega séð, fyrsta þungarokkslagið virtust þó allir sammála um það.

Mig langar að blanda mér í þessa umræðu og vonandi hefja nýja hér á Rjómanum með því að birta hér þau 3 lög sem ég hef sjálfur talið vera með fyrstu almennilegu þungarokkslögunum. Athugasemdir eru vel þegnar og eldheitar umræður enn frekar. Hvað finnst þér?

Iron Butterfly – In-A-Gadda-Da-Vida (1968)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Black Sabbath – Black Sabbath (1971)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Kiss – God of Thunder (1976)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans.

4 Athugasemdir

 1. Guðmundur Vestmann · 04/05/2010

  Mig langar að tilnefna Purple Haze, en það kemur út ’67. Svo mætti færa rök fyrir því að Dazed and Confused af Zeppelin I ætti heima þarna?

 2. Egill Harðar · 04/05/2010

  Jimi og Purple koma vel til greina, sérstaklega Jimi. Svo var ég líka að spá í hvort King Crimson kæmist þarna með Court of The Crimson King og 21st Century Schizoid Man?

 3. Kristinn Pálsson · 31/05/2012

  Fyrsta lagið með alvöru “power chord” kraftbirtingarhljóm mun hafa verið “You Really Got Me” með Kinks. Þarna eru líka margir samverkandi þættir sem koma inn og mynda formið. Upphaflega verður það til hjá Led Zeppelin og Jimi Hendrix þegar þeir fara að leika hefðbundinn blús með sífellt kröftugri búnaði og meira rafmagni. Síðan virðist þróunin verða þannig að eiginlegur blús fjarlægist heví metalið á kostnað meiri hávaða og groddagangs. Fyrsta fullskapaða Heví Metal hljómsveitin er í raun, Black Sabbath. Er mikill blús í henni…?

 4. Sveinn Birkir · 01/06/2012

  Ég ætlaði einmitt að segja nákvæmlega það sama og Kristinn. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunnar að You Really Got Me með Kinks hafi sett þennan tón.

Leave a Reply