Innvortis – Reykjavík er ömurleg

Pönkhljómsveitin Innvortis hefur haft hægt um sig undanfarinn áratug eða svo en er nú vöknuð af vænum blundi og mætir eldhress til leiks á ný með nýja plötu í fararteskinu. Platan heitir Reykjavík er ömurleg og kemur hún út núna um miðjan júní. Að því tilefni ætlar sveitin að halda útgáfutónleika á Gamla Gauknum laugardaginn 23. júní og munu góðvinir þeirra mæta þar til leiks og er ætlunin að búa til alvöru pönkfest.

Auk Innvortis koma fram Saktmóðigur og Morðingjarnir og hver veit nema Rass kíki við.

Diskurinn verður að sjálfsögðu til sölu og líka glænýir og eigulegir bolir.

Miðaverð er 2.000 kall og miðar eingöngu seldir við innganginn. Aldurstakmark er 18 ár. Húsið verður opnað klukkan níu og fyrsta band fer á sviðið tímanlega klukkan tíu.

Innvortis – Reykjavík er ömurleg

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.