Feathermagnetik eftir Kira Kira

Hljómplatan Feathermagnetik eftir Kira Kira kom út í gær og er fáanleg í öllum helstu plötuverslunum landsins. Kira Kira er hliðarsjálf tónskáldsins og leikstjórans Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur og er hljómplatan hennar þriðja breiðskífa.

Feathermagnetik inniheldur 9 tónverk sem flokka má sem tilraunakennda raftónlist. Hljómur hennar er dekkri en á fyrri verkum Kira Kira og segja má að það kveði við nýjan tón í ferli hennar.

Platan kemur út á undirmerki þýska útgáfufélagsins Morr Music, Sound of a Handshake. Útgáfutónleikar vegna Feathermagnetik verða svo haldnir í Berlín þann 8. júlí og svo síðar í Reykjavík, en þeir verða auglýstir síðar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.