• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Erlent á Airwaves 2012 : Exitmusic og Phantogram

Exitmusic

Ekki veit ég hvort þetta dúó frá New York kallar sig Exitmusic eftir laginu með Radiohead eður ei en ljóst er, af tónlist þeirra að dæma, að heyra má einhverja tengingu við það. Hér er á ferð einstaklega tilfinningaríkt og oft melankólískt jaðarpopp sem á köflum toppar tilfinningaskalann með ótrúlegri rödd söngkonunar og leikkonunar (einhverjir kannast eflaust við hana úr þáttunum Boardwalk Empire) Aleksa Palladino.

Exitmusic – passage

Phantogram

Eitt af þeim böndum sem undirritaður ætlar ekki að missa af er annað dúó, einnig frá Bandaríkjunum, sem kallast Phantogram. Flestir tónlistarspekúlantar ættu nú að kannast við fyrirbærið en ef einhver skyldi nú ekki kveikja á perunni er nóg að hlíða á tóndæmin hér að neðan. Þessu má ekki missa af.

Phantogram – Don’t Move

Phantogram – When I’m small

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply