• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Nýtt myndband frá Beach House

Í gær kom út glænýtt myndband við lagið “Lazuli” frá Beach House af hinni stórgóðu Bloom sem kom út í maí á vegum Sub Pop. Þar kennir ýmissa grasa og er tilraunakenndum myndskotum skeytt saman við hljómsveitina sjálfa að spila úti í geimi. Lagið gefur ágætis mynd af plötunni en hún er (eins og allt sem virðist koma frá sveitinni) stórgóð og er óhætt að mæla með að lesendur kynni sér hana ef þeir hafa ekki gert það nú þegar. Látum fylgja hér með upphafslag plötunnar – “Myth” – og að sjálfsögðu myndbandið við “Lazuli”!

Leave a Reply