• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Extreme Chill Festival 2012

Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival 2012 – Undir Jökli verður haldin hátíðleg í þriðja sinn dagana 29.júní – 1.júlí nk. Hátíðin hefur heldur betur kynnt undir raftónlistarsenu Íslands síðustu misseri auk þess sem fastakvöld Extreme Chill á Kaffibarnum hafa fengið mikið lof innlendra sem erlendra raftónlistarunnenda undanfarin ár. Hátíðin er haldin á Hellisandi, við rætur Snæfellsjökuls og gefur staðsetning og náttúra veisluhöldunum aukinn byr undir vængi þar sem náttúruöflin og raftónlistin fléttast saman í kraftmikinn og gæsahúðarframkallandi kokteil sem hverfur seint úr minni hátíðargesta. Hátíðargestir verja svefnstundum sínum og dægrum ýmist á tjaldstæði við bæjarmörk Hellisands eða í leiguhúsnæði innan bæjarins en tónlistaratriðin fara öll fram innan gamla félagsheimilisins, Röst eða við garðreit þess utan.

Extreme Chill Festival var ein þeirra íslensku tónlistarhátíða sem hlaut styrk frá Kraumi þetta árið og hefur sá styrkur nýst skipuleggjendum vel í að framreiða kraftmestu Undir Jökli hátíðina hingað til. Rjóminn hélt í jómfrúarferð sína á Extreme Chill Festival 2011 og getur svo sannarlega mælt með hátíðinni sem góðan valkost. Fyrir vingjarnlegt og orkuríkt andrúmsloft, ólýsanlega náttúrufegurð og rjómann af íslenskri raftónlist er Extreme Chill Festival 2012 – Undir Jökli á Hellisandi, tvímælalaust kjörið ferðalag.

Eftirfarandi listamenn og sveitir leika á hátíðinni í ár en dagskrá hátíðarinnar í heild og allar nánari upplýsingar má nálgast HÉR.

Ahma / Arni Vector / Arnljótur / Beatmakin Troopa / Bix / Captain Fufanu /Dj AnDre / Dj Kári / Futuregrapher / Hamlette Hok / Inferno 5 / Jafet Melge / Jónas Sen / Kaido Kirikmae / Krummi / La La Alaska / Mixmaster Morris / Murya / Orang Volante / Prince Valium / Quadruplos /Reptilicus / Ruxpin / Samaris / Sigtryggur Berg / Skurken / Stereo Hypnosis / Steve Sampling / Tanya&Marlon / ThizOne / Tonik / Trouble / Yagya

Miðasala er í fullum gangi á midi.is og í verslunum Brim í Kringlunni og á Laugavegi.

Leave a Reply