Nýtt lag frá Ruddanum ásamt Heiðu Eiríks

Hljómsveitin Ruddinn er á ferðinni aftur í sumar með dansvænan poppsmell, sem heitir “Chrome like mirror”. Bertel Ólafsson er eini meðlimur hljómsveitarinnar en hefur á undanförnum árum fengið söngkonuna Heiðu Eiríks til samstarfs við sig, og söng hún, ásamt Bertel sjálfum, mörg þeirra laga sem finna má á síðustu breiðskífu Ruddans, I need a vacation, sem kom út á síðasta ári.

Bertel hefur verið að fást við tónlistarsköpun í fjölda ára og hefur sent frá sér 3 stórar plötur, ásamt fjölda smáskífa. Nýja lagið, sem er undanfari plötu í vinnslu, er taktfast syntapopp, og ef til vill örlítið skref í átt að enn dansvænni raftónlist en hann hefur gert hingað til.

Ruddinn – Chrome like mirror

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.