Nýr hljómdiskur Hinna Guðdómlegu Neanderdalsmanna kominn út

Hinir Guðdómlegu Neanderdalsmenn hafa gefið út hljómdiskinn Fagnaðarerindið og er því tuttugu ára óþreyjufullri bið mannkyns á enda. Á disknum er að finna tíu lög sem hljómsveitin hefur nostrað við síðan í árdaga og nú loks, hugsanlega vegna afstöðu himintunglanna ellegar vegna áforma alföðursins, er tíminn réttur.

Upptökur hljómdisksins fóru fram í hjarta Keflavíkur (Studíó Lubba) í ágústmánuði árið 2010 undir styrkri stjórn hljóðmannsins Inga Þórs Ingibergssonar. Hljómsveitina Hina Guðdómlegu Neanderdalsmanna skipa: Ingibergur Kristinsson trommur. Sverrir Ásmundsson bassi. Magnús Sigurðsson gítar. Sigurður Eyberg Jóhannesson söngur, munnharpa og saxafónn. Þröstur Jóhannesson söngur og gítar.

Hljómdiskurinn mun verða til sölu í öllum helstu hljómplötuverslunum landsins og einnig mun hann vera fáanlegur í rafrænu formi á Tónlist.is og gogoyoko.com.

Hinur Guðdómlegu Neanderdalmenn – Dansfiflin

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.