Ættu að kíkja Á Airwaves: #2 Kishi Bashi

Eins og kom fram í fyrsta pistlinum í þessari ritröð er fegurðin við að búa í stórborg eins og Chicago er að hér spila nánast allir. Ef einhverjir eru að reyna að meika það í Ameríku er alveg ljóst að þeir munu koma við. Vandinn er þó að framboðið er svo svakalega mikið að maður þarf að fylgjast vel með. Lítil bönd spila eðli málsins samkvæmt oft á litlum stöðum og því þarf maður að vera fljótur til ef maður ætlar að ná að sjá svoleiðis listamenn ef það er eitthvað „buzz“ í gangi. Ég ætla að rembast við að benda á sniðug bönd sem eiga hér leið um og hvetja Airwaves aðstandendur eða aðra tónleikahaldara að grípa þessar gullgæsir og lesendur Rjómans til að tékka á þessari músík.

Ég er sannfærður um að listamaðurinn sem nú er til umfjöllunar væri alveg frábær Airwaves listamaður. Í kringum hann er talsvert “buzz” í Ameríku þrátt fyrir að hann hafi enn ekki náð eyrum almennings svo nokkru nemur. Sem dæmi er hann með færri en 10,000 fylgjendur á Facebook. Til viðbótar hefur hann verið viðloðinn Of Montreal sem er nú Airwaves gestum vel kunn (ef mig misminnir ekki) og þau gætu því sagt honum beint frá snilldinni.

Kishi Bashi er listamannsnafn K Ishibashi sem er frá gröns borginni Seattle í Washington og fæddur árið 1975. Eftir að hafa getið sér gott orð sem fiðluleikari með flottum listamönnum eins og Regina Spektor og Of Montreal (sem hann er nú reyndar orðinn fullgildur meðlimur í) er hann nú að hoppa fram sem sólólistamaður. Músíkin hans er lúppuskotið gleðipopp með fiðlufjöri. Röddin hans er skemmtileg, textarnir flottir og eitthvað sem er miklu skemmtilegra að hlusta á en lýsa.

Hann gaf nýlega út plötuna 151A (sem hann gaf út eftir að hafa safnað $20,000 á Kickstarter). Hinn áhrifamikli þáttur á NPR (National Public Radio) All Songs Considered hefur lofað hann allt þetta ár og völdu tveir af stjórnendum lag Kishi Bashi, “Bright Whites”, besta lag fyrri hluta ársins og að sama skapi völdu hlustendum þáttarins plötu Kishi Bashi #14 á lista yfir bestu plötur fyrri hluta ársins í góðum félagsskap Of Monsters and Men #5 og Sigur Rósar #15.

Hér eru meðfylgjandi tvö lög af plötunni, “Manchester” og “Bright Whites”, og ef það vekur forvitni þá mæli ég með plötunni í heild sem og tónleikunum sem NPR hefur af góðmennsku sinni smellt á netið.

Lokaorðin eru einföld: Airwaves kappar, heyrið í Kishi Bashi því hann verður big time innan tíðar og hann verður gulltryggður success á Airwaves 2012.

Kishi Bashi- Bright Whites

Kishi Bashi – Manchester

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.