Eistnaflug 2012 keyrð í gang

Rokkhátíðin Eistnaflug var sett í áttunda sinn á Neskaupstað í gærkvöldi. Það var í höndum hinnar ungu og íslensku harðkjarnasveitar, In Company of Men að kveikja á græjunum og hita vel. Aðstandendur telja að um 1300 manns hafi sótt hátíðina í Egilsbúð í gærkvöldi og enn streyma gestir að Neskaupstað. Auk In Company of Men léku m.a.  Momentum, Moldun, Hellvar, Wistaria,  Gone Postal, Innvortis og Sólstafir fyrir flösuþeytingum og sveiflu í gærkvöldi.
Tónleikar hefjast að nýju klukkan 15 í dag og standa fram eftir kvöldi. Meðal þeirra sem koma fram í kvöld eru Dr.Spock, Vicky, The Vintage Caravan, Hljómsveitin Ég, Celestine, Endless Dark, Skálmöld og Severed Crotch svo eitthvað sé nefnt.

Hátíðinni lýkur svo á laugardag með framkomu Botnleðju, I Adapt, Muck, Dimmu og bandarísku sveitarinnar Cephalic Carnage auk fjölda annarra listamanna.

Enn er hægt að nálgast miða við hurð í Egilsbúð, Neskaupstað fyrir komandi kvöld en einnig er hægt að nálgast dagspassa fyrir annan hvorn daginn á 5.000 krónur stykkið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.