Nýtt lag frá Jónasi Sigurðssyni

Jónas Sigurðsson, sem flestir þekkja sem forstöðumann Ritvéla Framtíðarinnar, er kominn á kreik aftur með nýtt lag í fararteskinu. Lagið, sem heitir “Þyrnigerðið” og er af væntanlegri plötu Jónasar, Þar sem himinn ber við haf, er nokkuð frábrugðið því sem áður hefur frá honum heyrst. Plötuna nýju vinnur Jónas í samvinnu við Lúðrasveit Þorlákshafnar og tónlistarband eldri borgara í bænum, Tóna og Trix, og er hún væntanleg nú á haustmánuðum.

Jónas mun efna til tónleikaraðar í félagsheimilinu Fjarðarborg á Borgarfirði Eystri dagana 7-28. Júlí. Þar treður hann upp sex sinnum í viku þessar þrjár vikur, og hefjast allir tónleikarnir klukkan 21:00. Frítt verður inn á alla tónleikana nema þá síðustu.

Uppákomurnar verða 18 talsins þar sem Jónas kemur fram með tölvu og gítar en fær einnig til liðs við sig valinkunna tónlistarmenn eins og Ómar Guðjónsson, gítarleikara, Magna Ásgeirsson, söngvara og Svavar Pétur Eysteinsson, söngvara, svo nokkrir séu nefndir. Einnig mun tónlistarfólk af staðnum taka þátt í verkefninu. Þessum gjörningi Jónasar lýkur svo með tónleikum á Bræðslunni, hinni árlegu tónleikahátíð sem haldin er á Borgarfirði í lok júlí.

Jónas Sigurðsson – Þyrnigerðið

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.