• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

LungA 2012

Mánudaginn síðastliðið fór LungA hátíðin í gang í þrettánda sinn. Vikan er pökkuð af viðburðum; tískusýningu, listasýningum, bíó og leiksýningum. Herlegheitin ná svo hámarki á laugardagskvöldinu þegar lokatónleikar hátíðarinnar fara fram.

Hljómsveitir kvöldsins ættu flestir að kannast við enda eiga þær allar sameiginlegt hafa átt góðu gengi að fagna undanfarið. Sudden Weather Change og Legend hafa báðar nýverið gefið út plötu við góðar undirtektir, Samaris og Retro Stefson eru einnig að leggja lokahönd á næstu eina slíka og Hermigervill hefur verið virkur í samstarfi þá síðarnefndu.

Það má því búast við að áhorfendur fái að hlýða á nýja tóna og bera augum kraftmikla sviðsframkomu og gleði frá flytjendunum.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply