• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

The Cocksucker Band

The Cocksucker Band var stofnað árið 2002 af tveimur meðlimum, þeim Brans og el Taxó. Þeir tveir hafa verið kjarni hljómsveitarinnar en ýmsir gestir þó lagt henni lið gegnum tíðina, bæði á tónleikum og í stúdíói.

Í tilefni af 10 ára afmæli hljómsveitarinnar var ákveðið að gefa út plötu sem inniheldur glænýjar útgáfur af elstu lögum sveitarinnar. Platan ber heitið Enteritis catarrh of the intestines and the male members og inniheldur 7 lög, Allar lagasmíðar, hljóðfæraleikur, upptökur og eftirvinnsla var í höndum Brans og el Taxó en þó koma Kartofler og Trusty Shaman einnig fram í einu lagi.

Útgáfu- og hlustunarpartí verður á Gömlu símstöðinni á Egilsstöðum fimmtudagskvöldið 19. júlí þar sem hægt verður að hlusta, ræða og fjárfesta í plötunni. Útgáfutónleikar verða auglýstir síðar.

Plötuna má t.d. finna á stafrænu formi á gogoyoko.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply