Sudden Weather Change kynna: Sculpture

Íslenska rokksveitin Sudden Weather Change býður til veislu í plötubúðinni Kongó við Nýlendugötu 14 nk. fimmtudagskvöld (3.ágúst). Tilefnið mun vera útgáfa annarrar breiðskífu sveitarinnar, Sculpture en platan fylgir eftir frumburðinum, Stop! Handgrenade In The Name of Crib Death´nderstand?, frá árinu 2009.

Veisluhöldin hefjast klukkan 20.30 og verður Sculpture rennt í gegn auk þess sem gestum gefst tækifæri til að skála og snæða með hljómsveitarmeðlimum eitthvað fram á kvöld.

Fyrri útgáfa Sculpture situr nú í fjórða sæti meðal jafningja á vefsíðunni gogoyoko.com og boðar áhugaverðar sviptingar í tónheimi Sudden Weather Change.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.