• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Íslenskt shoegaze – Oyama

Það hefur illu heilli lítið borið á shoegaze áhrifum hjá íslenskum hljómsveitum hingað til, en núna er komin fram á sjónarsviðið hljómsveitin Oyama sem beinlínis tekur fram að hún spili “heiðarlegt shoegaze, með miklum áhrifum frá 9.-10. áratugnum.” Áhugafólk um My Bloody Valentine og aðrar fuzz-og-feedback sveitir ætti að taka þessu fagnandi enda sveitin undir nokkrum áhrifum frá Kevin Shields og félögum.

Oyama inniheldur stórskotalið úr íslensku grasrótarsenunni undanfarin ár. Þau eru: Úlfur Alexander (Fist fokkers, Swords of chaos, Útidúr), Kári Einarsson (Fist Fokkers), Rúnar Örn Marinósson (Me, The Slumbering Napoleon), Júla Hermannsdóttir (We Painted The Walls) og svo Bergur Anderson (Sudden Weather Change, Just Another Snake Cult).

Þau hafa spilað saman í núverandi mynd í nokkra mánuði, og munu næst koma fram á tónleikum í Bíó Paradís 9. ágúst og á Faktorý 13. ágúst. Á Faktorý spila þau ásamt íslenska hardcore bandinu Manslaughter og bandarísku powerviolence/hardcore hljómsveitinni Vaccine.

Hérna er lag til að hita upp fyrir herlegheitin og ekki sakar að fletta upp á eldri “shoegaze” færslum á Rjómanum ef fólk þyrstir svo í meiri hávaða.

Facebook viðburður 13. ágúst | Oyama á Facebook

1 Athugasemd

  1. Sindri Eldon · 03/08/2012

    Og hvað spila Dream Central Station þá? Hetjumetal?

Leave a Reply