• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Cheek Mountain Thief gefur út breiðskífu

  • Birt: 20/08/2012
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Breiðskífan Cheek Mountain Thief með Cheek Mountain Thief kom út á vegum Kimi Records föstudaginn 17. ágúst. Hljómsveitina leiðir breski tónlistarmaðurinn Mike Lindsay (Tunng) en aðrir meðlimir eru íslenskir. Platan inniheldur 10 lög úr smiðju hans og flokkast sem folk tónlist undir vægum sýruáhrifum.

Meðal gesta á plötunni má nefna Mugison, Sindra Má Sigfússon (Seabear, Sin Fang), Sigurlaugu Gísladóttur (Mr. Silla, múm) og Bartónar, karlakór Kaffibarsins.

Um upptökur sá Mike Lindsay sjálfur en um hljóðblöndun sá Gunnar Tynes (múm). Umslagshönnun var á höndum listamannsins Hörpu Daggar Kjartansdóttur. Platan kemur samtímis í Evrópu á vegum breska útgáfufélagsins Full Time Hobby.

Leave a Reply