Prince Rama (USA) og Kría Brekkan 24. ágúst

Bandaríska grasrótar- sækadelíusveitin Prince Rama mun spila á Faktorý, ásamt Kríu Brekkan, föstudaginn 24. ágúst næstkomandi.

Prince Rama er skipuð systrunum Taraka og Nimai Larson sem voru aldar upp í Hare Krishna kommúnu í Florida og skólaðar í School of Museum of Visual Art í Boston, kann það að einhverju leyti að skýra þann eteríska sækadelíuseið sem systurnar hafa bruggað síðan. Þær hafa þó síðan komið sér fyrir í tónlistarlegu gróðrarstíunni í Brooklyn og alls sent frá sér 4 breiðskífur. Sú síðasta, Trust Now, sem kom út í fyrra var gefin út af Paw Tracks útgáfunni sem er rekin af þeim Animal Collective félögum.

Það verður engin önnur en Kría Brekkan sem mætir með föruneyti og hitar upp samkomuna. Kristín Anna Valtýsdóttir var löngum álfur í skóginum múm en hvarf á vit annarra ævintýra um 2006 og fór að vinna að költ performans seríu Kríu Brekkan í Eplaborginni. Kristín Anna hefur spilað með hljómsveitunum Stórsveit Nix Noltes, Mice Parade og Animal Collective og gefið út tónlist á fyrrnefndri Paw Tracks útgáfu. Í vor túraði Kría Brekkan um austurströnd Bandaríkjanna með Plastic Gods og Muck.

Miðar fást á Miði.is og í verslunum Brim á Laugavegi og í Kringlunni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.