4 nýjar plötur útgefnar hjá Ching Ching Bling Bling!

Kiss the Coyote er nýtt akústískt þjóðlagapopps band stofnað síðla september 2011. Áhafnarmeðlimir eru þó engir nýgræðingar en það eru þeir Hallgrímur Jón (Grímsi í Tenderfoot, Pornopop), Pétur Úlfur (Pornopop), Arnar Ingi Hreiðarsson (Hljómsveitin Ég, Monterey), Arnór Pálmi Arnarson og Maggi Magg (Shadow Parade). Bandið tók upp sína fyrstu skífu nýverið undir Heklurótum í sumarbústaðnum Hrauntungu þar sem þeir náðu að magna upp og fanga einstaka stemmningu sem nálgast má nú þegar stafrænt á gogoyoko.com og chingchingblingbling.com.

Rafsteinn (Hafsteinn Michael Guðmundsson f. 1976) er þekktur fyrir myndlist sína hefur nú stigið hliðarspor og gefið út 5 laga hljóðrænan frumburð Rebirth. Platan var tekin upp á heimili listamannsins af honum sjálfum en hljóðblönduð og hljómjöfnuð af Pétri Úlfi (pornopop o.fl.). Platan er ókeypis fyrir fólk til niðurhals af Bandcamp, en einnig fáanleg á Gogoyoko í fríu streymi og í helstu netverslunum.

Orrustubjarki (Bjarki Markússon f. 1975) er af mörgum kunnur fyrir ART/CRIME stefnuna, en hefur ekki látið það stoppa sig í að búa til tónlist og gefur nú út langþráða plötu New Clear Beginning. Bjarki er helmingur jaðarbandsins Peter and Wolf,
sem gáfu út plötuna Ching Ching Bling Bling árið 2007 og náðu eyrum nokkurra tónlistarspekúlanta í leiðinni.

Platan New Clear Beginning er ókeypis fyrir fólk til niðurhals af Bandcamp, en fáanleg einnig á Gogoyoko í fríu streymi og í helstu netverslunum.

Tarnús jr. (Grétar Magnús Grétarsson f. 1974) er starfsmaður Bauhaus í dúkadeildinni, og náði að heilla Heiðu (Hellvar, Unun) í einu Ching partíinu til að syngja með sér sumarsmellinn “Pussycat”. Lagið er upphaflega af plötunni Original Cowboy sem kom út árið 2005 en var sett í nýjan búning með aðstoð hljómsveitarinnar Hellvar sem spilaði undir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.