• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Moses Hightower gefur út sína aðra breiðskífu

  • Birt: 24/08/2012
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Hljómsveitin Moses Hightower gaf út sína aðra breiðskífu fimmtudaginn 9. ágúst. Skífan, sem ber nafnið Önnur Mósebók fylgir á eftir frumburði sveitarinnar frá árinu 2010 sem heitir Búum til börn en hún gerði virkilega góða hluti hér á landi og hlaut mikið lof gagnrýnenda.

Nýja skífan er 10 laga gripur og inniheldur m.a. lagið “Stutt skref” sem hefur verið vinsælt á útvarpsstöðvum landsins í sumar og nú er nýfarið í spilun lagið “Sjáum hvað setur” sem er afar skotheldur poppsmellur. Önnur Mósebók verður einnig fáanleg á vínyl en hún er áætluð til landsins viku síðar.

Moses Hightower var stofnuð árið 2007 og samanstendur af þeim Andra Ólafssyni (bassi og söngur), Daníel Friðriki Böðvarssyni (gítar), Magnúsi Trygvasyni Eliassen (trommur) og Steingrími Karli Teague (hljómborð og söngur).

Leave a Reply