Angist skrifar undir plötusamning

Íslenska dauðarokkssveitin Angist hefur skrifað undir plötusamning við bandaríska útgáfufyrirtækið Abyss Records.Angist gaf út tveggja laga demo sumarið 2010 og fóru þá hjólin að snúast því sveitin landaði mörgum stórum tónleikum eins og Iceland Airwaves, upphitunarbönd fyrir erlendar sveitir eins og Heaven shall Burn og L’esprit du Clan og höfnuðu í öðru sæti á Wacken Metal Battle keppninni 2011.

Tónlist Angistar hefur fengið góða dóma hérlendis sem erlendis og hefur sveitin fengið umfjöllun í dagblöðum, tímaritum, vefritum og útvarpi víða um heim. Árið 2011 endaði með útgáfu þröngskífunnar Circle of Suffering og tónleikaferðalagi um Frakkland þar sem Angist hitaði meðal annars upp fyrir L’esprit du Clan og
Loudblast.

Abyss Records mun gefa út plötu sveitarinnar á næsta ári þar sem hún mun fá dreifingu um allan heim því á bakvið plötufyrirtækið er mjög stórt kynningarfyrirtæki sem sér um að kynna þær hljómsveitir sem eru á mála hjá fyrirtækinu á heimsvísu og nær til óteljandi tímarita, vefsíðna, plötufyrirtækja, tónleikahaldara, útvarpsstöðva og svo mætti lengi telja.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.