Contalgen Funeral gefa út Pretty Red Dress

Í sumar kom út fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Contalgen Funeral. Platan inniheldur 12 lög, flest samin af söngvara- og gítarbanjóleikara bandsins, Andra Má Sigurðssyni, en hann stofnaði hljómveitina árið 2010 ásamt gítarleikaranum Kristjáni Vigni Steingrímssyni. Árið 2011 bættist restin af bandinu við, Gísli Þór Ólafsson (kontrabassi og baksöngur), Sigfús Arnar Benediktsson (trommur og fleiri hljóðfæri), Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir (söngur, skeiðar og greiða) og Bárður Smárason (básúna og baksöngur).

Bandið er frá Sauðárkróki og þar starfrækir Sigfús Arnar Benediktsson stúdíóið Stúdíó Benmen og var platan tekin þar upp undir hans stjórn í byrjun þessa árs. Áður hafði komið út stuttskífan Gas Money.

Á Sauðárkróki var einnig nýlega haldin tónlistarhátíðin Gæran en bandið kom fram þar og hefur einnig spilað á þessu ári á Blúshátíð í Reykjavík, Rauðasandur Festival og á Bræðslunni. Í fyrra spilaði bandið á Iceland Airwaves og verður þar einnig í haust.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.