• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ghostigital – Division of Culture & Tourism

  • Birt: 31/08/2012
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Heilum sex árum eftir að hafa hrist heiminn með 2. plötu sinni; In God We Trust eru Ghostigital komnir aftur í öllu sínu veldi með nýja plötu. Unnin af ”hávaða snillingunum“ Einari Erni Benediktssyni og Curver. Tímanum hefur þó verið vel varið í millitíðinni í margvíslegum hljóð verkefnum en fyrst og fremst í að hljóðrita þriðju plötu blóðbræðranna, Division of Culture & Tourism.

Á plötunni fá þeir ýmsa listamenn til liðs við sig í einskonar túristahlutverk á plötunni. Þar ber að nefna rapparana Dälek og Sensational, gítarguðina King Buzzo (úr Melvins), listræna pönkara á borð við David Byrne úr Talking Heads og Alan Vega úr 70’s bandinu Suicide, magnaðan Nick Winner úr The Yeah Yeah Yeah’s, britpop meistarann Damon Albarn og til að toppa þetta allt saman, hina goðsagnakenndu íslensku experimental/noice hljómsveit Stilluppsteypa sem samdi fyrsta lag plötunnar, tileinkað Ghostdigital.

Platan var tekin upp í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna og í B109 í Reykjavík. Alap Morrin (Dälek) sá um hljóðblöndun í borginni New Jersey.

Leave a Reply