Nýtt lag og myndband frá Gabríel

Hér gefur að líta þriðja lagið frá grímuklædda tónlistarmanninum Gabríel, en áður hefur hann gefið út lögin “Stjörnuhröp” og “Sólskin”.

Við gerð lagsins fékk Gabríel til liðs við sig vel valda listamenn, en það eru þeir Björn Jörundur Friðbjörnsson, sem sér um sönginn, og Emmsjé Gauti sem rappar. Fleiri tónlistarmenn lögðu einnig hönd á plóginn, en Ómar Guðjónsson spilar á gítar í laginu og Kjartan Hákonarson sér um blásturinn.

Til að fylgja laginu eftir var framleitt íburðarmikið og metnaðarfullt tónlistarmyndband í svokölluðum “one shot” stíl, sem felst í því að eingöngu var notuð ein kvikmyndatökuvél og allt myndbandið tekið í einni töku frá byrjun til enda. Umfangið var mikið, en í kringum 100 aukaleikarar komu að gerð myndbandsins, sem var tekið á upp á fallegum blíðviðrisdegi í Reykjavík. Leikstjórn var í höndunum á Eilífi Erni Þrastarsyni, en hann gerði m.a. myndbandið við lagið “Passaðu þig” með rapparanum Nadiu, sem naut mikilla vinsælda fyrr á árinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.