Hljómsveitin OM heldur tónleika á Íslandi

Bandaríska hljómsveitin OM heldur tónleika á tónleikastaðnum Gamla Gauk þann 15. september næstkomandi. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og eru fyrstu tónleikar sveitarinnar í Evrópuferð þeirra, en hún er farin vegna útgáfu plötunnar Advaitic Songs (Drag City). Miðasala er hafin á www.midi.is og í verslunum Brim á Laugavegi og í Kringlunni. Miðaverð á þessu stórbrotnu tónleika er aðeins 2.490,- kr. í forsölu.

OM var stofnuð árið 2003 af fyrrum meðlimum rokksveitarinnar Sleep, þeim Al Cisneros og Chris Hakius. Tónlist hljómsveitarinnar mætti flokka sem þungarokk en undir sterkum áhrifum frá bæna- og hugleiðslutónlist ýmiskonar. Textar sveitarinnar sem og öll umgjörð og hönnun á plötum þeirra eru undir sterkum áhrifum allskyns trúarlegra stefja. Tilgangurinn er þó ekki að breiða út boðskap ákveðinnar kirkju eða trúar, heldur frekar mætti segja að hljómsveitin notfærir sér þekktar aðferðir við að fá áheyrendur á sitt band.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.