Nýtt og nýlegt íslenskt

Íslenskt tónlistarlíf virðist vera í stórsókn um þessar mundir. Í ár hafa, að manni finnst, komið út óvenju margar afburða góðar plötur og enn er von á nokkrum til viðbótar og stefnir allt í að tónlistarárið 2012 á íslandi verði eitt það besta í manna minnum.

Hér að neðan eru lög nokkurra flytjenda sem komið hafa út nýlega sem munu án efa eiga sinn þátt í að gera tónlistarárið eftirminnanlegt.

Jóhann Krstinsson – No Need To Hasitate

Afar áheyrilegt og sterkt lag af væntanlegri plötu sem nefnist Headphones. Undirritaður bíður nokkuð spenntur eftir þessari.

The Lovely Lion – Lovely Lion

Langbesta bandið á síðustu Músiktilraunum samkvæmt Arnari Eggerti Thoroddsen. Ættu að ná langt.

Pascal Pinon – Moi

Tekið af glænýrri stuttskífu stelpnanna sem nefnist Party Wolves.

Ferja – The Finest Hour

Tekið af plötunni A sunny colonnade sem kom út í sumar. Þessi á skilið að fá nokkra snúninga á fóninum þínum.

Ásgeir Trausti – Leyndarmál

Nýliði ársins? Ekki spurning! Svona hittara gerir líka bara fólk sem ætlar sér að ná langt. Frumburðurinn Dýrð í dauðaþögn er væntanlegur.

Foreign Mona – Admire

Nýtt og efnilegt. Meira á leiðinni. Spennó.

Ólafur Arnalds – For Teda

Ólafur er alltaf jafn iðinn og ótrúlega duglegur að dæla frá sér efni. Lagið er að finna á smáskífunni Two Songs for Dance sem kom út í síðasta mánuði.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.