Rapparinn B. Dolan með tónleika á Gamla Gauknum

Pólitíski rapparinn B. Dolan snýr aftur til landsins og verður með tónleika á Gamla Gauknum þann 22. September næstkomandi.

B.Dolan kom hingað í September í fyrra með rapparanum Sage Francis, hann heillaðist af landi og þjóð og ákvað stuttu eftir íslandsferðina að koma hingað ásamt brúði sinni í brúðkaupsferð í September 2012.

Þessa dagana er B.Dolan á tónleikaferðalagi um Bretlandseyjarnar sem ber heitið “Church of love and ruin” og kallar hann þessa tónleikaferð piparsveinspartýið sitt. Þetta er heljarinnar tónleikaferðalag sem inniheldur fjöldann allan af tónlistarmönnum, eða 30 talsins, ásamt 19 manna lúðrasveit. Hann heldur síðan aftur til Bandaríkjana þar sem að hann giftist unnustu sinni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.