• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Shearwater

Eitt af áhugaverðari atriðum sem undirritaður ætlar sér að sjá á komandi Airwaves hátíð er Texas-sveitin Shearwater sem stofnuð var 1999 af nokkrum meðlimum Okkervil River. Sveitin hefur gefið út einar átta plötur og kom sú nýjasta, Animal Joy, út í byrjun þessa árs.

Shearwater flytur örlítið tilraunakennda en afar fágaða og oft ljúfa tónlist. Það mætti nota skilgreininguna “fólk-rokk með keim af kántrí” til að lýsa tónlist sveitarinnar en hún er, að mér finnst, talsvert dýpri og persónlegri en það.

Hér er myndband af Jonathan Meiburg, forsprakka sveitarinnar, að flytja hið stórgóða lag “Castaways” af plötunni The Golden Archipelago sem kom út fyrir um tveimur árum.

Hér eru svo tvö lög með Shearwater svona til að gefa ykkur smá hugmynd um hvernig sveitin hljómar í öllu sínu veldi. Þeir sem vilja kynnst bandinu betur er bent á að verða sér út um þríleikinn sem plöturnar Palo Santo (2006), Rook (2008) og The Golden Archipelago (2010).

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply