Nýtt frá Dýrðinni

Hér er forsmekkur af næstu plötu hljómsveitarinnar Dýrðinnar en það er lagið “Geimbleyja”. Sagan á bakvið lagið er nokkuð áhugaverð. Svo segja meðlimir sveitarinnar sjálfir frá:

Árið 2007 ók geimfarinn Lisa Nowak í einum rykk 900 mílur gegnum fimm ríki Bandaríkjanna. Tilefnið var afbrýðissemi, og takmarkið að hefna sín á Colleen Shipman sem hafði stolið elskhuga hennar til nokkurra ára. Meðal vopna sem hún hugðist nota var hamar, loftbyssa og piparúði, hún dulbjó sig og sat fyrir henni á flugvelli í Florida, en árásin misheppnaðist og Lisa fékk makleg málagjöld.

Allt er þetta mjög áhugavert og efni í skáldsögur eitt og sér. Merkilegast við þetta allt er þó að í ökuferðinni til Florida virðist Lisa hafa ráðgert að sleppa pissustoppum til að vera fljótari að ná fram hefndum. Til að ná þessu takmarki notaðist hún við bleyju … geimbleyju.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.