Angry Bones

Angry Bones er ný af nálinni en skipuð reynsluboltum úr tónlistarsenunni. Fiona Cribben og Einar Johnson voru í hljómsveitinni Rhondda & the Runestones, bræðurnir Árni og Þórarinn Kristjánssynir skipa einnig pönk-cover hljómsveitina Fivebellies og Þórarinn trommar með Dýrðinni. Bassaleikari sveitarinnar er svo hinn knái Bogi Reynisson, kenndur við m.a. Sororicide og Stjörnukisa.

Þetta band er á fullu að spila og taka upp, og fyrsta smáskífan leit dagsins ljós fyrir skemmstu en það er lagið “Kim Peek”. Þau spila svo á Ellefunni þann 20. september næstkomandi.

Angry Bones á Facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.