Dream Central Station

Hljómsveitin Dream Central Station hefur sent frá sér lagið “Let The Rain (Wash Over Me)”. Þetta er fyrsta lagið sem hljómsveitin sendir frá sér, en fyrsta breiðskífa sveitarinnar er væntanleg í október. Platan ber samnefnd sveitinni og kemur út hjá Kimi Records. Hljómsveitina skipa þau Hallberg Daði Hallbergsson (Jakobínarína) og Elsa María Blöndal (Two Step Horror) og hefur verið starfandi í rúmt ár. Hljómplatan er tekin upp, hljóðblönduð og hljómjöfnuð af Hallbergi Daða.

“Let The Rain er (Wash Over Me)” er rólegt og grípandi lag og gefur góðan forsmekk á því hvað hlustendur eiga í vændum þegar platan ratar í verslanir. Lagið er aðeins fáanlegt hjá tónlistarveitunni Gogoyoko.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.