Nýtt frá Valgeiri Sigurðs

Næstu útgáfu Bedroom Community hafa margir beðið með eftirvæntingu, en það er þriðja sólóplata Valgeirs SigurðssonarArchitecture Of Loss sem kom út nú á mánudaginn sl.

Valgeir hefur haft hljótt um sig síðan Draumalandið kom út árið 2010 en hann hefur þó haft í nógu að snúast bak við tjöldin þar sem hann hefur unnið með öðrum Bedroom Community listamönnum auk þess að vinna verkefni með Feist, Damon Albarn og Hilary Hahn & Hauschka svo fátt eitt sé nefnt.

Architecture Of Loss var samið fyrir samnefnt dansverk eftir Stephen Petronio en nú hefur verkið öðlast eigið líf í flutningi Valgeirs auk Nadiu Sirota, Nico Muhly, Shahzad Ismaily og Helga Jónssonar. Platan er nú fáanleg á helstu veitum, og má meðal annars kaupa hana á stafrænu formi, sem geisladisk og vinyl á vefsíðu Valgeirs auk þess sem hægt er að streyma henni á gogoyoko.

Platan hefur þegar fengið prýðis viðtökur hjá miðlum á borð við The Wire og Pitchfork, en Íslendingum mun gefast kostur á að heyra lög af henni á Airwaveshátíðinni eftir rétt rúmlega mánuð á Bedroom Community kvöldinu á Iðnó föstudaginn 2. nóvember.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.