Born to be Free kemur út

Út er komin hljómplatan Born to be Free með Borko. Platan inniheldur lög úr smiðju Björns Kristjánssonar, grunnskólakennara á Drangsnesi á Ströndum. Born to be Free er margræð plata með níu lagasmíðum, löðrandi í heillandi útsetningum, grípandi laglínum og lausnum að vandamálum heimsins. Viðfangsefni plötunnar er hinn hversdagslegi raunveruleiki en efnistökin ramba á barmi hins óraunsæja og draumkennda og eru hlaðin vísunum í ýmsar áttir bæði í tónlist og textum.

Born to be Free er tekin upp og hljóðblönduð af Gunnari Tynes og Birni Kristjánssyni. Um útsetningar á strengja- og blásturshljóðfærum sá Ingi Garðar Erlendsson. Um hljóðfæraleik sáu Björn Kristjánsson, Magnús Trygvason Eliassen, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Róbert Sturla Reynisson, Gylfi Blöndal og Sóley Stefánsdóttir. Strengir voru stroknir af strengjadeild Amiinu, þeim Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Hildi Ársælsdóttur, Eddu Rún Ólafsdóttur og Sólrúnu Sumarliðadóttur og um lúðraþyt sáu þeir Stefán Jón Bernharðsson, Eiríkur Orri Ólafsson, Áki Ásgeirsson, Ingi Garðar Erlendsson og Páll Ivan Pálsson. Umslag hannaði Björn Þór Björnsson en Jónatan Grétarsson tók ljósmyndir. Um hljómjöfnun sá Alan Douches.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.