Lonesome Dukes

Hljómsveitin Lonesome Dukes, sem leidd er af Viðari Erni Sævarssyni, búsettum í Odense í danmörk, á sér áhugaverða sögu og er enginn betur til þess fallinn að segja hana en Viðar sjálfur:

Hljómsveitin Lonesome Dukes byrjaði sem afar einmannalegt verkefni hjá mér á hæli fyrir heimilislausa hér í Odense. Ég var einn í litlu herbergi undir súð og ekkert nema frost og snjór úti. Ég fór að setja saman nokkur lög og eftir nokkra mánuði hafði ég samband við trommarann og myndlistarmanninn Henrik Jurgensen (sem er afkomandi Jurgen Jurgensens Hundadagakonungs í beinan karllegg). Við höfðum áður spilað saman í sýrubandinu Blue Influence. Þar spilaði ég á bassa. Honum leist strax vel á lögin en eins og allir vita þarf ekkert nema litla melódíu til að gleðja trommara yfirleitt.

Siðan var það síðla dags í október að Ulrik Skytte Andersen átti leið í æfingarhúsnæðið en hann er múltítónlistarmaður. Hann spurði hvort okkur vantaði ekki bassaleikara og við jánkuðum því undir eins. Ulrik er gamall gítarleikari og notast því við risastórt effektaborð á bassan og lúpp pedal sem er afar þægilegt því ég er afleitur gítarleikari og þeim mun verri söngvari. En þetta reyndist svo skemmtilegt að við erum enn að skemmta okkur saman við að spila og taka upp og erum með nóg efni í minnst fimm breiðskífur svo að við erum fullir eftirvæntingar og erum að byrja að koma út með þetta læf.

Þannig hljómaði sagan sú. Og tónlistin sem þarna var minnst á, hún hljómar hér að neðan. Plötuna má heyra í heild sinni á Soundcloud.

One response to “Lonesome Dukes”

  1. Viðar Örn says:

    Endilega skrifid comment a siduna a soundcloud, ma lika vera ruddalegt og donalegt bara ad thad se mannlegt

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.