• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Nýtt lag frá hljómsveitinni Momentum

Í dag gefur hljómsveitin Momentum frá sér fyrsta lagið af komandi plötu sveitarinnar. Lagið er titillag plötunnar og ber heitið “The Freak is Alive”. Upptaka og hljóðblöndun á laginu var í traustum höndum Axel “Flex” Árnasonar og hljómsveitarinnar sjálfrar. Vinnsla á plötunni hefst svo á næstu mánuðum og er áætlað að hún komi út fyrri hluta ársins 2013.

Framundan hjá sveitinni er tónlistarhátíðin Iceland Airwaves en Momentum spilar nú í fjórða sinn á hátíðinni og í þetta skipti kemur hún tvisvar fram. Laugardaginn 3. nóvember á Gamla Gauknum og sunnudaginn 4. nóvember á Café Amsterdam. Eftir það mun sveitin að mestu leyti leggjast undir feld og komandi plata kláruð ásamt nokkrum tónleikum.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply