Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson senda frá sér hljómplötuna The Box Tree

Út er komin ný hljómplata Skúla Sverrissonar og Óskars Guðjónssonar. Ber hún nafnið The Box Tree. Þetta er önnur hljómplata þeirra félaga en 10 ár eru liðinn frá því að fyrri plata þeirra, hin goðsagnakennda Eftir þögn kom út.

Skúli og Óskar eru fyrir löngu búnir að skipa sér sess sem á meðal fremstu tónlistarmanna Íslands og þótt víðar væri leitað. Skúli var nýverið settur á lista yfir fremstu jassrafbassaleikara heims af hinu virta tímariti Downbeat en hann hefur um langt árabil búið og starfað í New York auk þess sem hann hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi. Hljómplötur hans, Sería I og Sería II eru án efa á meðal eftirtektarverðustu tónverka síðustu ára á Íslandi.

Óskar er einhver afkastamesti og athyglisverðasti tónlistarmaður sem Ísland á. Auk þess að hafa gefið út fjórar sólóplötur er hann er meðlimur í hljómsveitunum Mezzoforte og ADHD. Báðir eru þeir margverðlaunaðir á Tónlistarverðlaunum Íslands og má geta þess að saman voru á sínum tíma útnefndir Jazz tónlistarflytjendur ársins 2002 í tenglum við fyrri plötu þeirra.

Upptökum á hljómplötunni stjórnaði Orri Jónsson en hann og Ingibjörg Birgisdóttur hönnuðu einnig einstakt umslag plötunnar.

Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson – The Box Tree

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.