Thee Attacks gefa út plötu og spila á Airwaves

Danska rokksveitin Thee Attacks munu koma fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves 2012. Opinberir tónleikar þeirra á hátíðina verða á Gamla Gauk föstudagskvöldið 2. nóvember. Hljómsveitin mun einnig koma fram á nokkrum Off-venue tónleikum í kringum hátíðina. Í tilefni af heimsókn þeirra hefur útgáfufélagið Crunchy Frog ákveðið að gefa aðra breiðskífu þeirra út á Íslandi. Platan kemur út fimmtudaginn 25. október og heitir Dirty Sheets. Platan hefur notið mikilla vinsælda í heimalandi þeirra og heiðarlegt rokk þeirra átt greiða leið að eyrum hlustenda. Eins hefur hljómsveitin hlotið mikið lof fyrir tónleika sína, en Thee Attacks þykir einstaklega lífleg og kraftmikil hljómsveit.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.