• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Syngjum Saman

  • Birt: 28/11/2012
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Verkefnið Syngjum Saman, sem hrundið var af stokkunum í fyrra, verður nú endurtekið þar sem landsmenn allir geta kveikt á útvarpinu og sungið með þremur skemmtilegum lögum. Þar sem að Dagur íslenskrar tónlistar lendir á laugardegi í ár verður hann haldinn hátíðlegur daginn áður, föstudaginn 30. nóvember, svo að sem flestir geti tekið þátt – þar með taldir skólar og tónmenntaskólar, sem voru hvað litríkastir í fyrra, en þá vakti verkefnið mikla lukku um land allt og voru viðbrögð framar vonum.

Haldin verður samkeppni á Facebook síðu Syngjum Saman um skemmtilegasta myndbandið af syngjandi fólki og sérstök athöfn verður í Hörpu kl 11 þar sem lögin þrjú verða í brennidepli og veitt verða sérstök verðlaun – Lítill fugl – fyrir fjölmiðlamann/konu sem hefur þótt styðja vel við íslenska tónlist í gegnum tíðina.

Jafnframt munu forsvaramenn Íslensku tónlistarverðlaunanna kynna tilnefningar til verðlaunanna ásamt því að boðið verður upp á lifandi tónlist.

Nú hafa lögin þrjú verið valin til leiks og eru þau sem hér segir:

“Jólakötturinn” eftir Ingibjörgu Þorbergs, “Spáðu í mig” eftir Megas og “Á Sprengisandi” eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen.

í næstu viku verða textar og gítargrip þessara laga aðgengileg á Facebooksíðu Syngjum Saman og er því ekkert því til fyrirstöðu að byrja að æfa sig og syngja svo með alþjóð föstudaginn 30. nóvember!

Leave a Reply