• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Angry Bones – Lots of voluntary effort

Hljómsveitin Angry Bones varð til eftir að vinir vina bentu vinum vina sinna á hvor aðra. Á endanum, eftir fjölda símtala, póstsendinga og fundahalda (og eftir að hafa neitað þriggja ára trommara) varð sveitin fullskipuð og æfingar hófust fyrir alvöru. Lögin á plötunni voru samin og æfð og endursamin í klósettlausu æfingarhúsnæði en sveitin fór að lokum í Stúdíó Sýrland, þar sem klósetting þykja himnesk, til að hefja upptökur.

Angry Bones skipa: Fiona Cribben – söngur, Einar Johnson – gítar, Þórarinn Kristjánsson – trommur, Árni Kristjánsson – gítar og Bogi Reynisson – bassi.

Platan sem til varð í Stúdíó Sýrlandi, og má heyra í heild sinni hér að neðan, heitir Lots of voluntary effort eða L.O.V.E. eins og sjá má á coverinu hér að ofan.

Platan fæst á gogoyoko.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply